If you want to be faithful to someone, start by being faithful to yourself


 
   Sign up


12.07.2011

Thoth Tarot

Þetta eru Thoth spilin sem Aleister Crowley samdi og fékk Lady Frieda Harris til að teikna fyrir sig. Þessi spil njóta mikillar virðingar, bæði fyrir listræna framsetningu og djúpstæða merkingu hvers spils.

Heiti spilanna er dregið af nafni guðsins Thoth sem var skrifari eða ritari guðanna í hinni Egypsku guðaflóru. Þannig er komin bein tilvísun í það sem nefnt er í grein okkar um Talnaspeki, að Tarot spilin séu bók andlegrar þekkingar nema á myndmáli.

Crowley sem helgaði líf sitt leitinni að andlegum skilningi og dulspeki var aðal hvatamaðurinn að hönnun spilanna. Lady Frieda Harris var fyrst og fremst listamaðurinn sem færði hönnun Crowley í form og liti en þó voru margar frumteikningar í upphafi frá Crowley sjálfum.

 

Margir hafa litið þessi spil hornauga því Crowley hafi farið mjög ótroðnar slóðir í sinni andlegu leit og mörg skrifa hans um þessi mál eru lituð af hugrekki hans til að horfast í aug við skuggana jafnt sem ljósið.

Því hafa margir litið hornauga margt sem þarna tengist hreinum göldrum og jafnvel óttast þau. Þeir sem hafa óhikað lært að nota þessi spil og tengt táknmyndir þeirra og dýpt við reynslu sína vilja þó engin önnur spil nota. Þeir hinir sömu fussa við því sem margir líta sem svartagaldur og myrkur.

Crowley sjálfur varaði við að setja veröldina niður í svart og hvítt og þó hann léki sér með ímyndir af sjálfum sér varðandi tengingar við dýrið eða almættið þá bar hann mikla virðingu fyrir báðu. Einnig má glöggt sjá þegar rit hans eru skoðuð af meiri dýpt að margar ytri yfirlýsingar hans voru beinlínis ætlaðar til að slá ryki í augu þeirra sem eingöngu rýna í yfirborðið og að hann réð yfir skilningi og dýpt sem fáum er gefin.

Allt þetta endurspeglast í því meistaraverki sem Thoth spilin eru. Því eiga þau verðugan sess meðal annarra spila sem hér eru notuð.

Til gamans mælum við lesningu á manteia-online um þessi spil.


Aðrar greinar

About IceMystic

This site was formerly opened in january 2012 but traces its roots back to the site spamadur.is which is an Icelandic website with the same fea …

Aleister Crowley

Aleister Crowley is the author of Toth Tarot. He was an englishman born in 1875 and died in 1947. Many have attempted to write about his life and pracices and I don't feel I have much …

Lady Frieda Harris

Lady Frieda Harris was an accomplished artist but best known for drawing the Thoth tarot deck in cooperation with Aleister Crowley. Many have pondered on the n …

Numerology

Numerology is one of the ancient arts. You could say it started in the trees when monkeys began counting on their fingers a few million years ago. It is known that some species of primates can coun …

Rider Waite Tarot

The Rider Waite tarot deck is among the best known tarot deck in modern times. Many of those who use Tarot on a regular basis have acquainted themselves wit …

Tarot de Marseille

The Tarot of Marseilles stokkurinn er minna þekktur á Íslandi en t.d. Raider Waite. Þessi spil eru vel þekkt í Evrópu og þá sérstaklega í Frakklandi þar sem notkun Tarot spila er útbreidd.

The Tarot cards

There is much that has been written and talked about the Tarot cards. Some people see them as a positive heritage of our culture and others as negative. There is no doubt that they co …

Thoth Tarot

Þetta eru Thoth spilin sem Aleister Crowley samdi og fékk Lady Frieda Harris til að teikna fyrir sig. Þessi spil njóta mikillar virðingar, bæði fyrir listræna framsetningu og djúpstæða merkingu hve …